Hjól í skjól og hollur morgunmatur Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. maí 2022 22:30 Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili. Allir sem hafa verið á íbúasíðu Garðabæjar lengur en nokkra daga vita að sífellt er verið að stela hjólum og hlaupahjólum af íbúum bæjarins. Okkar samfélag er fjölbreytt samfélag og Garðabæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á að fjölbreyttir ferðamátar séu raunverulegur valkostur fyrir íbúa. Í ljósi þess að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða verður bærinn að bregðast við, rétt eins og gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir einkabíla. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki. Margir foreldrar grunnskólabarna kannast líklega við að standa, allt of seint að kvöldi, í röð með pizzasnúða og epli á kassanum í Hagkaup daginn fyrir skóla. Með okkar tillögu væru slíkar skotferðir úr sögunni fyrir foreldra og kostnaðurinn fyrir barnaheimili sömuleiðis. Okkar samfélag er nefnilega barnvænt samfélag. Garðabæjarlistinn vill að börn bæjarins geti fengið hollan morgunmat í skólanum. Við viljum að gjaldfrjáls hafragrautur verði í boði í öllum grunnskólum Garðabæjar fyrir kennslu og að börn geti jafnframt fengið ávexti og grænmeti án endurgjalds í nestistímanum. Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd eru einfaldar lausnir sem munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið okkar. Þetta eru mál sem skipta máli fyrir Garðbæinga. Garðabæjarlistinn ætlar að koma þessum og mörgum fleiri mikilvægum málum til leiðar. Við óskum eftir stuðningi ykkar við það verkefni á kjördag, 14. maí. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans, X-G.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar