Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 07:29 Giannis Antetokounmpo átti 40 stiga leik í nótt. AP/Charles Krupa Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta. Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Milwaukee getur þar með tryggt sér sigur í einvíginu á heimavelli annað kvöld og komist í úrslit austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru sömuleiðis 3-2 yfir gegn Memphis Grizzlies þrátt fyrir risatap í nótt. Antetokounmpo var orðinn blóðugur í andlitinu, eftir högg frá liðsfélaga sínum Pat Connaughton, þegar hann setti niður mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 105-102. Jrue Holiday jafnaði svo metin þegar 42 sekúndur voru eftir en Boston hafði mest verið með 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. 40 POINTS for @Giannis_An34 to help the Bucks go up 3-2 in the East Semis! pic.twitter.com/dQi6lAQ31v— NBA (@NBA) May 12, 2022 Lokasekúndur leiksins voru svo afar spennandi en það sem færði Milwaukee sigurinn voru varnartaktar Holidays á síðustu tíu sekúndunum, þegar hann varði skot Marcus Smart og stal svo boltanum af honum í næstu sókn Boston. Clutch defensive plays are nothing new for Jrue. pic.twitter.com/zQIdTOyX8m— NBA (@NBA) May 12, 2022 Eins og fyrr segir skoraði Antetokounmpo alls 40 stig og hann tók 11 fráköst. Holiday skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hjá Boston skoruðu Jayson Tatum og Jaylen Brown samtals 60 stig en nú þarf liðið að vinna í Milwaukee til að tryggja sér oddaleik á heimavelli á sunnudaginn. Risasigur Skógarbjarnanna Þrátt fyrir fréttirnar slæmu af Ja Morant, leikstjórnanda Memphis Grizzlies, vann liðið risasigur á Golden State, 134-95, á heimavelli. Jaren Jackson Jr., Desmond Bane og Tyus Jones skoruðu 21 stig hver. Liðin mætast að nýju annað kvöld í San Francisco en þar hafa Stríðsmennirnir ekki tapað í síðustu sjö leikjum sínum. Klay Thompson skoraði 19 stig fyrir þá í gærkvöld, Jonathan Kuminga 17 og Stephen Curry 14. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira