De Bruyne spilaði ekki bara eins og Haaland heldur fagnaði eins og hann líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 10:31 Kevin De Bruyne fagnar hér þriðja markinu sínu í gærkvöldi. Getty/Chris Brunskill Kevin de Bruyne er þekktastur fyrir stoðsendingar sínar en í gær braust fram markaskorarinn De Bruyne á úrslitastundu fyrir lið Manchester City í baráttunni um enska meistaratitilinn. De Bruyne bauð upp á mikla sýningu og skoraði fernu í 5-1 stórsigri City á Úlfunum á útivelli. Daginn eftir að Manchester City tilkynnti um kaup á norska ofurframherjanum Erling Haaland þá spilaði Belginn eins og Haaland. Kevin De Bruyne really hit us with the Erling Haaland celebration pic.twitter.com/nRwEN91WPt— GOAL (@goal) May 11, 2022 Ekki nóg með það þá fagnaði De Bruyne einnig eins og Haaland það er eftir að hann skoraði sitt þriðja mark á fyrstu 24 mínútum leiksins. „Ég gerði þetta bara af því að ég skoraði þrjú mörk. Það gerist aldrei,“ sagði Kevin de Bruyne eftir leikinn. Á næsta tímabili verður City með hinn 21 árs gamla Haaland í fremstu víglínu og sá má búast við flottum sendingum frá De Bruyne. „Ég er vonsvikinn fyrir hans hönd að hafa klikkaði þegar hann gat innsiglað fimmuna,“ sagði Pep Guardiola léttur um De Bruyne eftir leik en spænski stjórinn hrósaði líka Belganum mikið. and here s the @ErlingHaaland first celebration by Kevin de Bruyne. New teammate is coming. #MCFC pic.twitter.com/QeozCzI8bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Hvað get ég sagt? Seinni hluti tímabilsins hjá honum hefur verið nær fullkominn. Hann er alltaf svo örlátur og hefur tilfinningu fyrir að gera stoðsendingu en á þessu tímabili hefur hann einnig sýnt það og sannað að hann getur skorað mörk,“ sagði Guardiola. „Hann vann leikinn á móti Chelsea og skoraði á móti Real Madrid. Hann hefur verið að skora mikilvæg mörk og það er það sem þeir bestu gera. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd því það er mikilvægt að skora fernu á úrslitastundu í deildinni,“ sagði Guardiola. Hér fyrir neðan má sjá þriðja markið og hvernig De Bruyne fagnaði því. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
De Bruyne bauð upp á mikla sýningu og skoraði fernu í 5-1 stórsigri City á Úlfunum á útivelli. Daginn eftir að Manchester City tilkynnti um kaup á norska ofurframherjanum Erling Haaland þá spilaði Belginn eins og Haaland. Kevin De Bruyne really hit us with the Erling Haaland celebration pic.twitter.com/nRwEN91WPt— GOAL (@goal) May 11, 2022 Ekki nóg með það þá fagnaði De Bruyne einnig eins og Haaland það er eftir að hann skoraði sitt þriðja mark á fyrstu 24 mínútum leiksins. „Ég gerði þetta bara af því að ég skoraði þrjú mörk. Það gerist aldrei,“ sagði Kevin de Bruyne eftir leikinn. Á næsta tímabili verður City með hinn 21 árs gamla Haaland í fremstu víglínu og sá má búast við flottum sendingum frá De Bruyne. „Ég er vonsvikinn fyrir hans hönd að hafa klikkaði þegar hann gat innsiglað fimmuna,“ sagði Pep Guardiola léttur um De Bruyne eftir leik en spænski stjórinn hrósaði líka Belganum mikið. and here s the @ErlingHaaland first celebration by Kevin de Bruyne. New teammate is coming. #MCFC pic.twitter.com/QeozCzI8bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Hvað get ég sagt? Seinni hluti tímabilsins hjá honum hefur verið nær fullkominn. Hann er alltaf svo örlátur og hefur tilfinningu fyrir að gera stoðsendingu en á þessu tímabili hefur hann einnig sýnt það og sannað að hann getur skorað mörk,“ sagði Guardiola. „Hann vann leikinn á móti Chelsea og skoraði á móti Real Madrid. Hann hefur verið að skora mikilvæg mörk og það er það sem þeir bestu gera. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd því það er mikilvægt að skora fernu á úrslitastundu í deildinni,“ sagði Guardiola. Hér fyrir neðan má sjá þriðja markið og hvernig De Bruyne fagnaði því. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity)
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira