Framsókn í leikskólamálum Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:46 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun