Broskarlar og hakakross gera atkvæðið ógilt Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2022 22:17 Tómas Hrafn var gestur Reykavík síðdegis í dag og taldi upp hvað getur gert atkvæði fólks ógilt í kosningunum á laugardag. Vísir/Bylgjan Broskarl í stað X-ins á atkvæðaseðilinn á laugardag er ekki góð hugmynd ef atkvæðið á að telja. Dæmi eru um atkvæðaseðla í kjörkössum sem heftir hafa verið saman við blaðagreinar. Tómas Hrafn Sveinsson sem á sæti í yfirkjörstjórn í Reykjavík var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir atkvæðaseðla og hvernig á að greiða atkvæði á réttan hátt. Talninga-Tómas, eins og hann gjarnan er kallaður, sagði að ekki yrði byrjað að telja atkvæði fyrr en kjörfundi lýkur klukkan 22:00 á laugardagskvöld. Utankjörfundaratkvæði eru ekki heldur talin fyrirfram þar sem þeir sem kjósa utan kjörfundar geta mætt á kjörstað og kosið þar. Þá gildir það atkvæði en ekki utankjörfundaratkvæðið. Tómas sagði að fólk væri hvatt til að kjósa utan kjörfundar. „Núna þegar mikið er í gangi á laugardag, óvenju mikið, þá hvetjum við fólk til að nýta kosningaréttinn sinn og mæta á utankjörfundaratkvæðagreiðsluna sem er núna í gangi í Holtagörðum. Þar er hægt að kjósa til klukkan tíu á föstudagskvöld.“ Fyrstu tölur áætlaðar um miðnætti Tómas sagði að sér vitandi væri ekki á döfinni að kosningar yrðu rafrænar þannig að úrslit væru tilbúin fljótlega eftir að kjörfundur lokaði. „Þeir segja mér tölvufróðari menn að þetta sé mjög erfitt upp á öryggi að gera, síðan er hægt að deila mjög mikið um það. Það er ennþá ekki búið að finna tækni sem fólk treystir 100%.“ Þó ekki sé byrjað að telja atkvæði fyrr en kjörfundur lokar fer ýmis undirbúningsvinna af stað fyrr um kvöldið. Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 í gær.Vísir/Vilhelm „Við byrjum fyrr að flokka atkvæðin, það er gert í Laugardalshöllinni. Milli 18 og 22 er salnum lokað. Það er skipt um kassa rétt fyrir klukkan sex á kjörstöðum og komið með þá með öllum atkvæðum sem búið er að greiða fyrir klukkan hálf sex.“ „Við flokkum þau atkvæði. Fyrst er afstemming og svo flokkun og síðan klukkan tíu er byrjað að telja. Við gerum ráð fyrir að fyrstu tölur úr Reykjavík verði tilbúin klukkan tólf, svona 20-30 þúsund atkvæði.“ Utankjörfundaratkvæðin eru talin í næstu umferð og Tómas gerir ráð fyrir að aðrar tölur birtist um þrjúleytið og lokatölur síðan strax í kjölfarið. Þá verður líklega búið að telja rúmlega sextíu þúsund atkvæði. Ýmislegt sem getur gert atkvæðið ógilt Ný kosningalög tóku gildi þann 1.janúar en Tómas sagði að þau hefðu ekki mikil áhrif á framkvæmd kosninganna í Reykjavík. Skemmst er að minnast farsans í kringum Alþingiskosningarnar síðasta haus þar sem framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi var kærð. „Nei, í raun ekki. Kosningarnar í Reykjavík tókust afar vel og var stjórnað af mjög góðu fólki. Það er mjög mikil reynsla hjá skrifstofu borgarstjórnar sem stýrir í raun kosningunum. Ný kosningalög tóku gildi 1.janúar og þar er búið að setja inn reglur og reglugerðir. Framkvæmdin í grundvallaratkvæðum breytist ekki.“ Tómas segir að það sé ekki flókið að greiða atkvæði. Þó séu alltaf einhver vafaatkvæði sem fara þarf sérstaklega yfir. Reglan er að setja X í reit þess flokks sem ætlunin er að kjósa en ekki er alltaf farið eftir því. „Flestir gera það en sumir nota önnur tákn en X og þá getur málið farið að vandast. Líka þegar einhver stendur í því að kjósa flokk og er mjög illa við frambjóðanda í öðrum flokki og strikar hann út, þá gerir þú seðilinn þinn ógildan.“ Ekki er leyfilegt að eiga við framboðslista á kjörseðlinum nema hjá þeim flokki sem kjósandinn kýs. Tómas sagði að vissulega væru margir sem skiluðu vísvitandi ógildu atkvæði en að erfitt væri að koma í veg fyrir það. Tákn í stað X-ins geta valdið vandræðum. „Það á að gera X. Öll svona tákn geta gert seðilinn ógildan. Við höfum séð allt litrófið í táknum. Það eru broskarlar, það er ógilt. Það er hakakross og ýmislegt bæði jákvæð og neikvæð tákn.“ Búast má við fyrstu tölum í Reykjavik um miðnætti á laugardag.Vísir/Vilhelm „Fyrst þú ert á annað borð að mæta og ætlar að nýta þér þennan rétt, hakaðu þá með krossi í kassann. Það er það grátlegasta sem maður sér þegar fólk gerir óvart seðilinn ógildan. Ef krossinn fer framfyrir kassann eða er risastór, þú ætlar að leggja svo mikla áherslu á atkvæðið að krossinn fer yfir eitt eða tvö framboð í viðbót, þá ertu búinn að gera ógild líka.“ Hann sagði að eitt væri víst, að ef fólk hefti eitthvað við atkvæðaseðilinn þá væri seðilinn ógildur. „Ef menn ætla að skrifa eitthvað á kjörseðilinn þá er það ekki rétti vettvangurinn þarna. Menn hafa kannski laumað vísum með. Við höfum séð fólk hefta hluti við kjörseðilinn og það er ógilt, blaðagreinar og ýmislegt. Það er alveg örugglega ógilt, við getum orðað það þannig.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík síðdegis Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tómas Hrafn Sveinsson sem á sæti í yfirkjörstjórn í Reykjavík var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir atkvæðaseðla og hvernig á að greiða atkvæði á réttan hátt. Talninga-Tómas, eins og hann gjarnan er kallaður, sagði að ekki yrði byrjað að telja atkvæði fyrr en kjörfundi lýkur klukkan 22:00 á laugardagskvöld. Utankjörfundaratkvæði eru ekki heldur talin fyrirfram þar sem þeir sem kjósa utan kjörfundar geta mætt á kjörstað og kosið þar. Þá gildir það atkvæði en ekki utankjörfundaratkvæðið. Tómas sagði að fólk væri hvatt til að kjósa utan kjörfundar. „Núna þegar mikið er í gangi á laugardag, óvenju mikið, þá hvetjum við fólk til að nýta kosningaréttinn sinn og mæta á utankjörfundaratkvæðagreiðsluna sem er núna í gangi í Holtagörðum. Þar er hægt að kjósa til klukkan tíu á föstudagskvöld.“ Fyrstu tölur áætlaðar um miðnætti Tómas sagði að sér vitandi væri ekki á döfinni að kosningar yrðu rafrænar þannig að úrslit væru tilbúin fljótlega eftir að kjörfundur lokaði. „Þeir segja mér tölvufróðari menn að þetta sé mjög erfitt upp á öryggi að gera, síðan er hægt að deila mjög mikið um það. Það er ennþá ekki búið að finna tækni sem fólk treystir 100%.“ Þó ekki sé byrjað að telja atkvæði fyrr en kjörfundur lokar fer ýmis undirbúningsvinna af stað fyrr um kvöldið. Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 í gær.Vísir/Vilhelm „Við byrjum fyrr að flokka atkvæðin, það er gert í Laugardalshöllinni. Milli 18 og 22 er salnum lokað. Það er skipt um kassa rétt fyrir klukkan sex á kjörstöðum og komið með þá með öllum atkvæðum sem búið er að greiða fyrir klukkan hálf sex.“ „Við flokkum þau atkvæði. Fyrst er afstemming og svo flokkun og síðan klukkan tíu er byrjað að telja. Við gerum ráð fyrir að fyrstu tölur úr Reykjavík verði tilbúin klukkan tólf, svona 20-30 þúsund atkvæði.“ Utankjörfundaratkvæðin eru talin í næstu umferð og Tómas gerir ráð fyrir að aðrar tölur birtist um þrjúleytið og lokatölur síðan strax í kjölfarið. Þá verður líklega búið að telja rúmlega sextíu þúsund atkvæði. Ýmislegt sem getur gert atkvæðið ógilt Ný kosningalög tóku gildi þann 1.janúar en Tómas sagði að þau hefðu ekki mikil áhrif á framkvæmd kosninganna í Reykjavík. Skemmst er að minnast farsans í kringum Alþingiskosningarnar síðasta haus þar sem framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi var kærð. „Nei, í raun ekki. Kosningarnar í Reykjavík tókust afar vel og var stjórnað af mjög góðu fólki. Það er mjög mikil reynsla hjá skrifstofu borgarstjórnar sem stýrir í raun kosningunum. Ný kosningalög tóku gildi 1.janúar og þar er búið að setja inn reglur og reglugerðir. Framkvæmdin í grundvallaratkvæðum breytist ekki.“ Tómas segir að það sé ekki flókið að greiða atkvæði. Þó séu alltaf einhver vafaatkvæði sem fara þarf sérstaklega yfir. Reglan er að setja X í reit þess flokks sem ætlunin er að kjósa en ekki er alltaf farið eftir því. „Flestir gera það en sumir nota önnur tákn en X og þá getur málið farið að vandast. Líka þegar einhver stendur í því að kjósa flokk og er mjög illa við frambjóðanda í öðrum flokki og strikar hann út, þá gerir þú seðilinn þinn ógildan.“ Ekki er leyfilegt að eiga við framboðslista á kjörseðlinum nema hjá þeim flokki sem kjósandinn kýs. Tómas sagði að vissulega væru margir sem skiluðu vísvitandi ógildu atkvæði en að erfitt væri að koma í veg fyrir það. Tákn í stað X-ins geta valdið vandræðum. „Það á að gera X. Öll svona tákn geta gert seðilinn ógildan. Við höfum séð allt litrófið í táknum. Það eru broskarlar, það er ógilt. Það er hakakross og ýmislegt bæði jákvæð og neikvæð tákn.“ Búast má við fyrstu tölum í Reykjavik um miðnætti á laugardag.Vísir/Vilhelm „Fyrst þú ert á annað borð að mæta og ætlar að nýta þér þennan rétt, hakaðu þá með krossi í kassann. Það er það grátlegasta sem maður sér þegar fólk gerir óvart seðilinn ógildan. Ef krossinn fer framfyrir kassann eða er risastór, þú ætlar að leggja svo mikla áherslu á atkvæðið að krossinn fer yfir eitt eða tvö framboð í viðbót, þá ertu búinn að gera ógild líka.“ Hann sagði að eitt væri víst, að ef fólk hefti eitthvað við atkvæðaseðilinn þá væri seðilinn ógildur. „Ef menn ætla að skrifa eitthvað á kjörseðilinn þá er það ekki rétti vettvangurinn þarna. Menn hafa kannski laumað vísum með. Við höfum séð fólk hefta hluti við kjörseðilinn og það er ógilt, blaðagreinar og ýmislegt. Það er alveg örugglega ógilt, við getum orðað það þannig.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík síðdegis Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira