Þegar spennan trompar sannleikann Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 08:45 Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar