Þegar spennan trompar sannleikann Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 08:45 Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun