Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 13. maí 2022 21:30 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira