Leca fingurbrotnaði eftir útistöður við þjálfarann sinn á æfingum. Hann missir af tveimur síðustu leikjum liðsins á tímabilinu.
Blessure au doigt après avoir fracassé une porte...https://t.co/qIvcGbbP7y
— Foot Mercato (@footmercato) May 13, 2022
Leca er 36 ára gamall og honum og markmannsþjálfara hans lenti saman eftir æfingu liðsins í gær samkvæmt heimildum L'Equipe. Báðir gripu þeir meðal annars í hálskraga hvors annars.
Leca fingurbrotnaði þó ekki eftir harðar móttökur þjálfarans heldur þegar hann barði hendinni í dyr á búningsklefanum eftir að þeir höfðu verið skildir að.
INFO L'ÉQUIPE. Jean-Louis Leca, le gardien corse de Lens, a eu une altercation jeudi avec son entraîneur Thierry Malaspina et s'est fracturé un doigt en tapant dans une porte. Il ne rejouera plus cette saison. https://t.co/pZqNvhx2hF pic.twitter.com/rHVReyrRRk
— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 12, 2022
Samband þeirra tveggja hefur verð styrkt allt tímabilið samkvæmt sömu frétt ESPN og varamarkvörðurinn Wuilker Farinez hefur fyrir vikið að spila meira sérstaklega eftir áramót.
Lens er í sjöunda sæti deildinni og aðeins tveimur stigum frá sæti í Sambandsdeildinni. Næsti leikur er á útivelli á móti Troyes en lokaleikurinn er á heimavelli á móti Mónakó.