Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 23:03 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir ótækt að húsnæðismarkaðurinn valdi því að ójöfnuður aukist fram úr öllu hófi. Vísir/Vilhelm Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni: Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni:
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30