Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að ekkert hafi komið upp á það sem af er degi og allt fari því ágætlega af stað. „Þetta er vonandi vísbending um að kjörsókn verði góð.“
Þá gæti það haft áhrif á kjörsóknina að Íslendingar keppa í Eurovision í kvöld enda margir spenntir fyrir keppninni. „Það má gera ráð fyrir að Eurosvision hafi þau áhrif að kjósendur fari fyrr af stað.“

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn í Hafnarfirði höfðu um 2,2 prósent kjósenda greitt atkvæði í sveitarfélaginu klukkan 10.