Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 11:31 Thomas Tuchel mætir með Chelsea á Wembley í dag. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims. Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira