Jack Colback kom gestunum í Nottingham Forest yfir strax á tíundu mínútu og sá til þess að gestirnir fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið.
Það var svo Brennan Johnson sem kom liðinu í 2-0 með marki þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Sander Berge minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma.
Nottingham Forest fer því með 2-1 forystu inn í síðari leik liðanna sem fram fer á heimavelli þeirra næstkomandi þriðjudag.