Veður

Austan strekkingur en víða þurrt og bjart

Atli Ísleifsson skrifar
Stíf austanátt syðra á morgun og rigning með köflum, einkum suðaustanlands.
Stíf austanátt syðra á morgun og rigning með köflum, einkum suðaustanlands. Veðurstofan

Veðurstofan spáir austan- og suðaustanátt í dag, strekkingi eða allhvössu syðst, en annars talsvert hægari vindur.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að víða verði þurrt og bjart veður, en skýjað og dálítil súld eða þokuloft um landið suðaustanvert. Hiti verður á bilinu tíu til átján stig, en fimm til tíu við austurströndina.

„Stíf austanátt syðra á morgun og rigning með köflum, einkum suðaustanlands. Hægari vindur norðan heiða og að mestu þurrt, fremur hlýtt áfram.

Á miðvikudag er síðan útlit fyrir austlæga eða breytilega átt með rigningu víða, fyrst austantil,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan 10-18 m/s, hvassast syðst en hægari vindur norðan heiða. Skýjað á landinu og rigning sunnantil, einkum á Suðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig, en svalara við austurströndina.

Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt með rigningu, fyrst um landið austanvert. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á fimmtudag og föstudag: Austanátt og víða skúrir, hiti yfirleitt 8 til 15 stig.

Á laugardag: Norðaustanátt, skýjað og súld eða dálítil rigning um um landið austanvert. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast suðvestantil.

Á sunnudag: Útlit fyrir milt veður og úrkomulítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×