Luis Suarez og Paulo Dybala báðir á förum frá sínum félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 13:31 Luis Suarez veifar til stuðningsmanna Atletico Madrid á Wanda Metropolitano leikvanginum í gær. Tárin runnu hjá Úrúgvæmanninum. Getty/Juan Manuel Serrano Arce Luis Suarez og Paulo Dybala eru báðir að leita sér að nýjum félögum en þetta var staðfest eftir leiki liða þeirra í gær. Atletico Madrid tilkynnti að Luis Suarez muni yfirgefa félagið í lok tímabilsins en hann er að klára sitt annað tímabil í Madrid. Suarez gekk í endurnýjun lífdaga á fyrsta tímabilinu sínu með Atletico eftir að Barcelona lét hann óvænt fara. Suarez skoraði 21 mark á 2020-21 tímabilinu og hjálpaði Atletico að vinna fyrsta spænska meistaratitilinn sinn frá árinu 2014. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Suarez kvaddi stuðningsmenn Atletico með hjartnæmri ræðu eftir leikinn. Hann hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili eins og því fyrra. Suarez hefur skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í öllum keppnum en spilaði aðeins í samtals átta mínútur í fjórum leikjum Atletico á móti Manchester United og Manchester City í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Paulo Dybala tilkynnti sjálfur um það að hann ætli að yfirgefa Juventus í sumar. Hinn 28 ára gamli Argentínumaður hefur þótt líklegur til að leita annað eftir tímabilið og nú er það staðfest. Hann hefur spilað sjö tímabil með liðinu og á þeim tíma er Dybala búinn að skora 115 mörk og vinna tólf titla. Ólíkt Suarez, sem er kominn á lokakafla ferils síns, þá ætti Dybala að eiga sín bestu ár eftir. Það verður því athyglisvert að sjá hvar hann endar. Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Atletico Madrid tilkynnti að Luis Suarez muni yfirgefa félagið í lok tímabilsins en hann er að klára sitt annað tímabil í Madrid. Suarez gekk í endurnýjun lífdaga á fyrsta tímabilinu sínu með Atletico eftir að Barcelona lét hann óvænt fara. Suarez skoraði 21 mark á 2020-21 tímabilinu og hjálpaði Atletico að vinna fyrsta spænska meistaratitilinn sinn frá árinu 2014. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Suarez kvaddi stuðningsmenn Atletico með hjartnæmri ræðu eftir leikinn. Hann hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili eins og því fyrra. Suarez hefur skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í öllum keppnum en spilaði aðeins í samtals átta mínútur í fjórum leikjum Atletico á móti Manchester United og Manchester City í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Paulo Dybala tilkynnti sjálfur um það að hann ætli að yfirgefa Juventus í sumar. Hinn 28 ára gamli Argentínumaður hefur þótt líklegur til að leita annað eftir tímabilið og nú er það staðfest. Hann hefur spilað sjö tímabil með liðinu og á þeim tíma er Dybala búinn að skora 115 mörk og vinna tólf titla. Ólíkt Suarez, sem er kominn á lokakafla ferils síns, þá ætti Dybala að eiga sín bestu ár eftir. Það verður því athyglisvert að sjá hvar hann endar.
Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira