Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Árni Sæberg skrifar 16. maí 2022 19:24 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. „Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún. Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Hundrað manns ræddu umhverfismálin Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Mikið slegist í miðbænum Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Sjá meira
„Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún.
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Hundrað manns ræddu umhverfismálin Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Mikið slegist í miðbænum Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Sjá meira