Frá þessu greinir Emil sjálfur í viðtali við TV2 í Noregi. Emil fór í hjartastopp þann 1. nóvember síðastliðinn. Hann var endurlífgaður á vellinum og á endanum fékk hann grænt ljós á að hefja æfingar að nýju.
Emil hafði æft aðeins með fyrrum liði sínu FH áður en hann fór aftur í hjartastopp.
„Þetta eru slæmar fréttir. Ég er mjög vonsvikinn, bjóst ekki við að þetta myndi gerast aftur. Ég var á góðum stað og tilbúinn að snúa aftur á fótboltavöllinn. Ég er þó auðvitað mjög þakklátur að þetta hafi allt farið vel.“
„Þegar þetta hefur gerst tvisvar er mjög erfitt að byrja aftur. Ég vil samt ekki segja að ég sé 100 prósent hættur,“ sagði hinn 28 ára gamli Emil að endingu í viðtali sínu við TV2.