Hyggjast greiða íbúum Kópavogs og Reykjanesbæjar fyrir að endurvinna Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 11:06 Sigurður Halldórsson, forstjóri Pure North. Vísir/Vilhelm Íslenska endurvinnslufyrirtækið Pure North hyggst setja upp grenndarstöðvar í Kópavogi og Reykjanesbæ þar sem íbúar fá greitt fyrir að skila inn endurvinnsluefnum frá heimilum. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og hafa sveitarfélögin samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið um uppsetningu stöðvanna. Gert er ráð fyrir að allt að fimm móttökustöðvar verði reistar í september hjá sveitarfélögunum og fyrirtækjum og fleiri fylgi í kjölfarið. Sigurður Halldórsson, forstjóri Pure North, segir í samtali við Vísi að tekið verði á móti öllu endurvinnanlegu hráefni sem fellur til í venjulegu heimilishaldi, þar á meðal plasti, pappa og áli. Í fyrstu verði greitt flatt verð eftir vigt óháð efni en ekki liggi fyrir hver upphæðin verði á þessari stundu. Sigurður segir að upphæðirnar verði ekki háar til að byrja með en reynt verði að byggja ofan á þær þegar reynsla er komin á kerfið og greiða meira fyrir ákveðna endurvinnsluflokka. Sömuleiðis muni verð á mörkuðum hafa þar áhrif. Hann bætir við að fyrirtækið sé í viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Klár verðmæti í endurvinnsluefnum „Við erum að bregðast við breyttum tímum og breyttum áherslum í úrgangs- og umhverfismálum, koma þessum málum í gagnsætt ferli svo menn hafi trú á kerfinu og viti í hvaða farveg hráefnin lenda. Það eru verðmæti í endurvinnsluefnum og við erum bara að koma þessu beint í gegn,“ segir Sigurður. Úrgangsstjórnunarkerfið sé einstakt tækifæri til að hækka endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs. Hlutfallið á Íslandi er í dag með því lægsta í Evrópu eða 27% miðað við árið 2019. Pure North stefnir að því að endurvinna sem mest af plastinu sem tekið verður á móti í plastendurvinnslu sinni í Hveragerði og bindur svo vonir við að geta hafið endurvinnslu á öðrum efnum þegar magnið er orðið nægt til að standa undir slíkum rekstri. Fram að því verður efnið sent til erlendra aðila til endurvinnslu. Teikning af fyrirhugaðri endurvinnslustöð Pure North.Aðsend Þörf á átaki svo Ísland nái markmiðum Haft er eftir Sigurði í tilkynningu að fjárhagslegur hvati hafi gefist vel við skil á drykkjarumbúðum um árabil og dæmi erlendis sanni að fjárhagsleg hvatakerfi virki best til að fá íbúa til að skila efnum í endurvinnslu, bæta árangur í flokkun og auka hreinleika endurvinnsluefna. „Átaks er þörf ef Íslandi á að takast að standa við alþjóðlegar skuldbindingar á allra næstu árum en ný markmið um endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs munu hækka úr 50% í 65% á næstu 13 árum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar muni geta fylgst með sínum árangri í flokkun og skilum í gegnum smáforrit og til standi að veita sveitarfélögum bætt aðgengi að upplýsingum um uppruna, magn og gæði efna sem skili sér í endurvinnslu. Pure North endurvinnur plast í starfsstöð sinni í Hveragerði og endurvinnur megnið af því heyrúlluplasti sem til fellur á Íslandi. Stefnir fyrirtækið á endurvinnslu 2.500 tonna á árinu 2022 sem gæti að sögn Pure North orðið um helmingur alls þess plasts sem er endurunnið frá Íslandi í dag. Fyrirtækið nýtir jarðgufu við endurvinnsluferlið sem vistferilsgreining bendir til að skili um 82% lægra kolefnisspori á hvert unnið tonn af plasti samanborið við sambærilega endurvinnslu í Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð. Umhverfismál Kópavogur Reykjanesbær Tengdar fréttir Pure North Recycling hlaut Bláskelina Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum. 16. september 2021 23:04 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. 4. september 2017 09:01 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og hafa sveitarfélögin samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið um uppsetningu stöðvanna. Gert er ráð fyrir að allt að fimm móttökustöðvar verði reistar í september hjá sveitarfélögunum og fyrirtækjum og fleiri fylgi í kjölfarið. Sigurður Halldórsson, forstjóri Pure North, segir í samtali við Vísi að tekið verði á móti öllu endurvinnanlegu hráefni sem fellur til í venjulegu heimilishaldi, þar á meðal plasti, pappa og áli. Í fyrstu verði greitt flatt verð eftir vigt óháð efni en ekki liggi fyrir hver upphæðin verði á þessari stundu. Sigurður segir að upphæðirnar verði ekki háar til að byrja með en reynt verði að byggja ofan á þær þegar reynsla er komin á kerfið og greiða meira fyrir ákveðna endurvinnsluflokka. Sömuleiðis muni verð á mörkuðum hafa þar áhrif. Hann bætir við að fyrirtækið sé í viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Klár verðmæti í endurvinnsluefnum „Við erum að bregðast við breyttum tímum og breyttum áherslum í úrgangs- og umhverfismálum, koma þessum málum í gagnsætt ferli svo menn hafi trú á kerfinu og viti í hvaða farveg hráefnin lenda. Það eru verðmæti í endurvinnsluefnum og við erum bara að koma þessu beint í gegn,“ segir Sigurður. Úrgangsstjórnunarkerfið sé einstakt tækifæri til að hækka endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs. Hlutfallið á Íslandi er í dag með því lægsta í Evrópu eða 27% miðað við árið 2019. Pure North stefnir að því að endurvinna sem mest af plastinu sem tekið verður á móti í plastendurvinnslu sinni í Hveragerði og bindur svo vonir við að geta hafið endurvinnslu á öðrum efnum þegar magnið er orðið nægt til að standa undir slíkum rekstri. Fram að því verður efnið sent til erlendra aðila til endurvinnslu. Teikning af fyrirhugaðri endurvinnslustöð Pure North.Aðsend Þörf á átaki svo Ísland nái markmiðum Haft er eftir Sigurði í tilkynningu að fjárhagslegur hvati hafi gefist vel við skil á drykkjarumbúðum um árabil og dæmi erlendis sanni að fjárhagsleg hvatakerfi virki best til að fá íbúa til að skila efnum í endurvinnslu, bæta árangur í flokkun og auka hreinleika endurvinnsluefna. „Átaks er þörf ef Íslandi á að takast að standa við alþjóðlegar skuldbindingar á allra næstu árum en ný markmið um endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs munu hækka úr 50% í 65% á næstu 13 árum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar muni geta fylgst með sínum árangri í flokkun og skilum í gegnum smáforrit og til standi að veita sveitarfélögum bætt aðgengi að upplýsingum um uppruna, magn og gæði efna sem skili sér í endurvinnslu. Pure North endurvinnur plast í starfsstöð sinni í Hveragerði og endurvinnur megnið af því heyrúlluplasti sem til fellur á Íslandi. Stefnir fyrirtækið á endurvinnslu 2.500 tonna á árinu 2022 sem gæti að sögn Pure North orðið um helmingur alls þess plasts sem er endurunnið frá Íslandi í dag. Fyrirtækið nýtir jarðgufu við endurvinnsluferlið sem vistferilsgreining bendir til að skili um 82% lægra kolefnisspori á hvert unnið tonn af plasti samanborið við sambærilega endurvinnslu í Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umhverfismál Kópavogur Reykjanesbær Tengdar fréttir Pure North Recycling hlaut Bláskelina Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum. 16. september 2021 23:04 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. 4. september 2017 09:01 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Pure North Recycling hlaut Bláskelina Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum. 16. september 2021 23:04
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28
„Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. 4. september 2017 09:01