Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 10:02 Rússneskirhermenn í Maríupól. AP Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Þetta segja bandarískir embættismenn sem segjast hafa komið höndum yfir leynilegar upplýsingar sem bendi til þessa. Meðal annars hafi hermenn barið og pyntað fólk og farið ránshendi um borgina, samkvæmt því sem AP fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Rússar hófu snemma í innrás þeirra í Úkraínu umsátur um borgina og gerðu umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á hana. Á þeim tæpu þremur mánuðum sem bardagar hafa staðið yfir hafa Rússar verið sakaðir um að valda gífurlegu mannfalli meðal almennra borgara. Þann 9. mars gerðu Rússar loftárás á fæðingardeild á sjúkrahúsi í Maríupól sem vakti athygli um heim allan. Sjá einnig: Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Um það bil viku síður sprengdu þeir sögufrægt leikhús í borginni sem íbúar notuðu sem sprengjuskýli. Allt að sex hundruð manns dóu í þeirri árás. Sjá einnig: Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sömuleiðis standa Rússar frammi fyrir trúverðugum ásökunum um ýmis ódæði og jafnvel stríðsglæpi í norðurhluta Úkraínu, eins og í Bucha og víðar, þar sem rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að myrða almenna borgara í massavís. Úkraínskir hermenn hafa staðið í hárinu á hersveitum Rússa en síðustu verjendur borgarinnar halda nú til í Azovstal-verksmiðjunni og hafa verið umkringdir þar í nokkrar vikur. Einhverjir þeirra hafa gefist upp á síðustu dögum en óljóst er hve margir. Þá er óljóst hvað verður um þá en Úkraínumenn hafa sagt að til standi að halda fangaskipti en Rússar hafa gefið til kynna að það standi ekki til. Þess í stað eigi að rétta yfir hermönnunum, eða allavega einhverjum þeirra, og mögulega taka af lífi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. 18. maí 2022 11:37 Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. 18. maí 2022 06:43 Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23. apríl 2022 15:18 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta segja bandarískir embættismenn sem segjast hafa komið höndum yfir leynilegar upplýsingar sem bendi til þessa. Meðal annars hafi hermenn barið og pyntað fólk og farið ránshendi um borgina, samkvæmt því sem AP fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Rússar hófu snemma í innrás þeirra í Úkraínu umsátur um borgina og gerðu umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á hana. Á þeim tæpu þremur mánuðum sem bardagar hafa staðið yfir hafa Rússar verið sakaðir um að valda gífurlegu mannfalli meðal almennra borgara. Þann 9. mars gerðu Rússar loftárás á fæðingardeild á sjúkrahúsi í Maríupól sem vakti athygli um heim allan. Sjá einnig: Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Um það bil viku síður sprengdu þeir sögufrægt leikhús í borginni sem íbúar notuðu sem sprengjuskýli. Allt að sex hundruð manns dóu í þeirri árás. Sjá einnig: Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sömuleiðis standa Rússar frammi fyrir trúverðugum ásökunum um ýmis ódæði og jafnvel stríðsglæpi í norðurhluta Úkraínu, eins og í Bucha og víðar, þar sem rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að myrða almenna borgara í massavís. Úkraínskir hermenn hafa staðið í hárinu á hersveitum Rússa en síðustu verjendur borgarinnar halda nú til í Azovstal-verksmiðjunni og hafa verið umkringdir þar í nokkrar vikur. Einhverjir þeirra hafa gefist upp á síðustu dögum en óljóst er hve margir. Þá er óljóst hvað verður um þá en Úkraínumenn hafa sagt að til standi að halda fangaskipti en Rússar hafa gefið til kynna að það standi ekki til. Þess í stað eigi að rétta yfir hermönnunum, eða allavega einhverjum þeirra, og mögulega taka af lífi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. 18. maí 2022 11:37 Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. 18. maí 2022 06:43 Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23. apríl 2022 15:18 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. 18. maí 2022 11:37
Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. 18. maí 2022 06:43
Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23. apríl 2022 15:18
Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent