Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 13:21 Eins og vænta mátti gefur Gunnar Smári ekki mikið fyrir útleggingar Hermanns, segir hann valkvæðan mann útúrsnúinga. vísir/vilhelm Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“ Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hermann er fyrrverandi forstjóri N1, hann hefur í gegnum tíðina verið einarður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og talar einatt úr þeirri áttinni. Hinn mikli gróði hefur þurrkast út „Nú finnur maður til með mótmælendum sem mæta á Austurvöll til að skammast yfir sölunni á Íslandsbanka,“ skrifar Hermann hæðnislega á Facebook-síðu sína: „Nú hefur gengið lækkað það mikið að allur gróðinn hefur þurrkast út og allt útlit fyrir salan hafi verið Ríkissjóði afar hagfelld og að Bankasýslan hafi metið tímasetninguna frábærlega,“ segir Hermann og bætir því svo við, írónískur, að það sé samt engin ástæða til að hætta að mæta á Austurvöll. Einn þeirra sem hefur staðið að mótmælum á Austurvelli, alla laugardaga, vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka er Gunnar Smári Egilsson. Vísir bar orð Hermanns undir hann og spurði hvort forsendurnar vegna mótmælanna væru þá þar með ekki brostnar? Besti hamborgarasölumaður í heimi Gunnar Smári hélt ekki: „Hermann er valkvæður maður. Hann telur rangt að tala um ávinning kaupenda ef verð hækkar en vill ræða ávinning seljanda ef verðið lækkar. En málið hefur hins vegar aldrei snúist um verðþróun hlutabréfa heldur um afsláttinn sem Bjarni og bankasýslan veitti dagana sem bréfin voru seld. Það er eini mælikvarðinn. Og hann sýnir að Bjarni og bankasýslan gáfu eignir almennings vinum sínum og vandamönnum,“ segir Gunnar Smári. Og leggur málið upp með eftirfarandi hætti: „Dæmi Hermanns er dæmigerður útúrsnúningur. Umorða mætti það svo: Hermann vinnur hjá hamborgarbúllu Siggu og selur hamborgara sem kosta þúsund kall. Pabbi Hermanns kemur á búlluna og Hermann selur honum hamborgara á 500 krónur. Sigga skammar Hermann fyrir að gefa eigur sínar. Þá missir pabbinn hamborgarann i gólfið og stígur á hann. Og Hermann segir: Sjáðu, hvað ég er snjall að hafa selt þessa klessu á 500 krónur. Ég er besti hamborgarasali í heimi.“
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira