Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2022 21:25 Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng. Samkvæmt útboðsskilmálum skal verkinu að fullu lokið haustið 2025. Vegagerðin Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en nýr hringvegur um Hornafjörð var fyrsta verkið sem fór í útboð á grundvelli laga um samvinnuverkefni. Tilboð í Hornafjörð með einkafjármögnun í febrúar reyndust hins vegar svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin sá sér þann kost vænstan að hefja nýtt útboð með breyttri útfærslu fjármögnunar, þannig að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Grafík/Stöð 2 Núna liggja niðurstöður fyrir í síðara útboðinu. Ístak átti lægsta boð, eins og í fyrra útboðinu, upp á nærri 6,3 milljarða króna, sem er ellefu prósentum yfir 5,7 milljarða króna kostnaðaráætlun. Tilboð ÞG-verks og Íslenskra aðalverktaka reyndust mun hærri, 29 og 40 prósent yfir kostnaðaráætlun. Þrjú tilboð bárust í síðara útboðinu en aðeins tvö í því fyrra.Grafík/Kristján Jónsson Þegar fyrra og síðara útboðið eru borin saman sést að kostnaðaráætlun lækkar um 1.300 milljónir króna við það að langtímafjármögnun er tekin út, úr tæpum sjö milljörðum króna niður í 5,7 milljarða. Athyglisvert er að lægsta boð, frá Ístaki, lækkar enn meira, eða um tæpa 2,2 milljarða króna, úr 8,5 niður í 6,3 milljarða króna. Hlutfall lægsta boðs af kostnaðaráætlun lækkar úr 122 prósentum niður í 111 prósent. Hér sést hvernig kostnaðaráætlun og lægsta tilboð Ístaks breyttust við það að langtímafjármögnun væri tekin út úr verkinu.Grafík/Kristján Jónsson Í fyrra útboðinu var verklokadagur ekki fastsettur en núna er áskilið að verkinu skuli að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2025. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar verður langtímafjármögnun boðin út sérstaklega en ekki liggur fyrir hvenær. Þetta fyrsta útboð vísar veginn að þeim sex verkefnum sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni en tvö önnur eru einnig komin í útboðsferli. Þannig áformar Vegagerðin að auglýsa forval vegna vegarins yfir Öxi fyrir lok þessa mánaðar og vegna Ölfusárbrúar í næsta mánuði. Teikning af nýrri Ölfusárbrú austan Selfoss.Grafík/Vegagerðin. En óttast ráðherra vegamála að þetta hökt verði til þess að ný Ölfusárbrú verði seinna á ferðinni en áformað hefur verið? -Mun þessu seinka? „Ekki mikið. Ekki sem sagt lokatímanum. En ég gæti trúað því að hún yrði tilbúin 2025. Og ég hefði gjarnan viljað að hún yrði tilbúin í gær. Ég sé bara hvernig umferðin er að aukast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Vegtollar Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður Múlaþing Árborg Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16. apríl 2022 05:47 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en nýr hringvegur um Hornafjörð var fyrsta verkið sem fór í útboð á grundvelli laga um samvinnuverkefni. Tilboð í Hornafjörð með einkafjármögnun í febrúar reyndust hins vegar svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin sá sér þann kost vænstan að hefja nýtt útboð með breyttri útfærslu fjármögnunar, þannig að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Grafík/Stöð 2 Núna liggja niðurstöður fyrir í síðara útboðinu. Ístak átti lægsta boð, eins og í fyrra útboðinu, upp á nærri 6,3 milljarða króna, sem er ellefu prósentum yfir 5,7 milljarða króna kostnaðaráætlun. Tilboð ÞG-verks og Íslenskra aðalverktaka reyndust mun hærri, 29 og 40 prósent yfir kostnaðaráætlun. Þrjú tilboð bárust í síðara útboðinu en aðeins tvö í því fyrra.Grafík/Kristján Jónsson Þegar fyrra og síðara útboðið eru borin saman sést að kostnaðaráætlun lækkar um 1.300 milljónir króna við það að langtímafjármögnun er tekin út, úr tæpum sjö milljörðum króna niður í 5,7 milljarða. Athyglisvert er að lægsta boð, frá Ístaki, lækkar enn meira, eða um tæpa 2,2 milljarða króna, úr 8,5 niður í 6,3 milljarða króna. Hlutfall lægsta boðs af kostnaðaráætlun lækkar úr 122 prósentum niður í 111 prósent. Hér sést hvernig kostnaðaráætlun og lægsta tilboð Ístaks breyttust við það að langtímafjármögnun væri tekin út úr verkinu.Grafík/Kristján Jónsson Í fyrra útboðinu var verklokadagur ekki fastsettur en núna er áskilið að verkinu skuli að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2025. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar verður langtímafjármögnun boðin út sérstaklega en ekki liggur fyrir hvenær. Þetta fyrsta útboð vísar veginn að þeim sex verkefnum sem tilgreind eru í lögum um samvinnuverkefni en tvö önnur eru einnig komin í útboðsferli. Þannig áformar Vegagerðin að auglýsa forval vegna vegarins yfir Öxi fyrir lok þessa mánaðar og vegna Ölfusárbrúar í næsta mánuði. Teikning af nýrri Ölfusárbrú austan Selfoss.Grafík/Vegagerðin. En óttast ráðherra vegamála að þetta hökt verði til þess að ný Ölfusárbrú verði seinna á ferðinni en áformað hefur verið? -Mun þessu seinka? „Ekki mikið. Ekki sem sagt lokatímanum. En ég gæti trúað því að hún yrði tilbúin 2025. Og ég hefði gjarnan viljað að hún yrði tilbúin í gær. Ég sé bara hvernig umferðin er að aukast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Vegtollar Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður Múlaþing Árborg Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16. apríl 2022 05:47 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16. apríl 2022 05:47
Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20