„Alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti“ Sinfri Már Fannarsson skrifar 19. maí 2022 21:52 Gunnar Magnús var ósáttur með að fá ekki víti gegn Selfyssingum í kvöld. vísir/vilhelm Selfoss og Keflavík gerðu í kvöld markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með frammistöðu síns liðs, en hafði þó ýmislegt að segja um dómgæsluna. „Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“ Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðuna í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Selfoss lágu fullmikið á okkur í fyrri hálfleiknum og við vorum lítið að skapa okkur fram á við. En við náðum að breika miklu betur á þær í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur mjög góð færi. Við vorum að spila á móti góðu liði og við náðum að verjast vel og ég er bara mjög sáttur með að fara á erfiðan útivöll og ná einu stigi,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi eftir leik. Stórt vafamál kom upp í leiknum eftir um klukkutíma leik þegar Susanna Joy, leikmaður Selfoss virtist handleika boltann innan eigin vítateigs. Helgi Ólafsson, dómari, baðaði út höndum og dæmi ekki vítaspyrnu. „Þetta er eiginlega bara með ólíkindum. Ég fékk nú soldið „flashback“ hérna, þó ég vilji nú ekki vera alltaf að kvarta yfir dómurum, en hann dæmdi hjá okkur í fyrra á móti Fylki eins og margir reka kannski minni í, þar sem hann gaf Fylki ódýrustu vítaspyrnu sem sést hefur. Við vorum rænd stigi. Síðan er það hérna í dag, þetta er alveg með ólíkindum, (Susanna) grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur.“ „Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum (dómarann) um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti og maður veltir líka fyrir sér, ég sé það ekki nákvæmlega, hvort hún sé öftust, hvort þetta sé ekki jafnvel klárlega bara rautt spjald. Rænir okkur þarna upplögðu færi,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur og tjáir sig enn frekar um málið. „Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti.“
Keflavík ÍF Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33