Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Kate Longhurst í leik West Ham á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili. Getty/Bradley Collyer Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira