Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 12:59 Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri Eims Vísir/Arnar Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og nýsköpunarklassinn Norðanátt standa fyrir keppninni, sem nefnist Norðansprotinn. Markmiðið er að ná til þeirra sem eru með hugmynd að nýsköpun á sviði matar vatns og orku. Á síðasta ári hóf Norðanátt leit að frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum á Norðurlandi sem leggja áherslu á fyrrgreind svið. Hófst það á svipaðan hátt og nú þar sem kallað var eftir áhugaverðum hugmyndum. Þeirri hringrás lauk í mars á stórri fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlarnir sem voru valdir til áframhaldandi þátttöku gafst kostur á að kynna fyrirtæki sín og hugmyndir fyrir fjárfestum. Nú er þetta ferli að fara aftur af stað með nýjum frumkvöðlum og nýjum hugmyndum, allt á sviði matar, vatns eða orku. „Við byrjuðum þetta í fyrra og þá höfðu ekki margir trú á því að við gætum keyrt einhverja þrjá viðburði sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlum hér. Þau höfðu rangt fyrir sér, í dag erum við komin með þrjátíu frumkvöðla sem eru allir að vinna með þemað matur, orka, vatn,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem er einn af skipuleggjendum keppninnar. Gæti orðið stökkpallur Sex hugmyndir hafa verið valdar til að kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á sérstökum viðburði í Háskólanum á Akureyri klukkan 16.00. Liðin sem kynna sína hugmynd á lokaviðburð Norðansprota eru: Roðleður Tólgarsmiðjan Pelliscol Ylur Nordic Wine & View Ísponica Þar þurfa þau að sannfæra dómnefndina um ágæti hugmyndarinnar. „Þetta er svona lyfturæða. Þau þurfa að vera ótrúlega hnitmiðuð og fókuseruð og selja okkur hugmyndina á þremur mínútum,“ segir Sesselja. Fimm hundruð þúsund krónur eru í boði fyrir bestu hugmyndina. Einnig dýrmæt reynsla og ýmsir möguleikar sem gætu opnast. „Þetta er tækifæri fyrir þau að prufa að fara í frumkvöðlasætið. Í fysta lagi er það alltaf að koma hugmyndinni úr hausnum á sér og niður á blað, það er fyrsta skrefið. Svo ef að þau finna sig í þessu í dag þá hafa þau tækifæri fyrir að vera meira með okkur í hringrásinni,“ segir Sesselja. „Taka næst þátt í Vaxtarrými sem er viðskiptahraðall, svo er fjárfestahátíð á Siglufirði í lok mars, þannig að við ætlum að reyna að halda í frumkvöðla og hjálpa honum á mismunandi hugmyndastigi. Þetta gæti orðið flottur stökkpallur fyrir ákveðna einstaklinga,“ segir Sesselja. Matur, vatn og orka er meginþemað.Vísir/Vilhell Þá er einnig stefnt að því að auka aðkomu háskóla á svæðinu í tengslum við starf Norðanáttar. Í dag verður skrifað undir samkomulag við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum um að háskólarnir verði virkir samstarfsaðilar í þeirri nýsköpunarhringrás sem nú er að hefjast og lýkur með stórri fjárfestahátíð á Siglufirði á næsta ári. Nóg að hafa hugmynd Hún hvetur sem flesta sem ganga með hugmynd að nýsköpun í maganum að gefa hugmyndakeppnum á borð við þá sem lýkur í dag góðan gaum. Slíkar keppnir eru opnar öllum. „Þau þurfa nefnilega ekki að vera nýsköpunarfyrirtæki. Þetta má bara vera fólk sem hefur hugmynd og langaði að henda henni á blað og svo að standa fyrir hana og tala um hana. Það þarf ekki meir.“ Nýsköpun Akureyri Háskólar Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31. mars 2022 14:41 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og nýsköpunarklassinn Norðanátt standa fyrir keppninni, sem nefnist Norðansprotinn. Markmiðið er að ná til þeirra sem eru með hugmynd að nýsköpun á sviði matar vatns og orku. Á síðasta ári hóf Norðanátt leit að frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum á Norðurlandi sem leggja áherslu á fyrrgreind svið. Hófst það á svipaðan hátt og nú þar sem kallað var eftir áhugaverðum hugmyndum. Þeirri hringrás lauk í mars á stórri fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlarnir sem voru valdir til áframhaldandi þátttöku gafst kostur á að kynna fyrirtæki sín og hugmyndir fyrir fjárfestum. Nú er þetta ferli að fara aftur af stað með nýjum frumkvöðlum og nýjum hugmyndum, allt á sviði matar, vatns eða orku. „Við byrjuðum þetta í fyrra og þá höfðu ekki margir trú á því að við gætum keyrt einhverja þrjá viðburði sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlum hér. Þau höfðu rangt fyrir sér, í dag erum við komin með þrjátíu frumkvöðla sem eru allir að vinna með þemað matur, orka, vatn,“ segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem er einn af skipuleggjendum keppninnar. Gæti orðið stökkpallur Sex hugmyndir hafa verið valdar til að kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd á sérstökum viðburði í Háskólanum á Akureyri klukkan 16.00. Liðin sem kynna sína hugmynd á lokaviðburð Norðansprota eru: Roðleður Tólgarsmiðjan Pelliscol Ylur Nordic Wine & View Ísponica Þar þurfa þau að sannfæra dómnefndina um ágæti hugmyndarinnar. „Þetta er svona lyfturæða. Þau þurfa að vera ótrúlega hnitmiðuð og fókuseruð og selja okkur hugmyndina á þremur mínútum,“ segir Sesselja. Fimm hundruð þúsund krónur eru í boði fyrir bestu hugmyndina. Einnig dýrmæt reynsla og ýmsir möguleikar sem gætu opnast. „Þetta er tækifæri fyrir þau að prufa að fara í frumkvöðlasætið. Í fysta lagi er það alltaf að koma hugmyndinni úr hausnum á sér og niður á blað, það er fyrsta skrefið. Svo ef að þau finna sig í þessu í dag þá hafa þau tækifæri fyrir að vera meira með okkur í hringrásinni,“ segir Sesselja. „Taka næst þátt í Vaxtarrými sem er viðskiptahraðall, svo er fjárfestahátíð á Siglufirði í lok mars, þannig að við ætlum að reyna að halda í frumkvöðla og hjálpa honum á mismunandi hugmyndastigi. Þetta gæti orðið flottur stökkpallur fyrir ákveðna einstaklinga,“ segir Sesselja. Matur, vatn og orka er meginþemað.Vísir/Vilhell Þá er einnig stefnt að því að auka aðkomu háskóla á svæðinu í tengslum við starf Norðanáttar. Í dag verður skrifað undir samkomulag við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum um að háskólarnir verði virkir samstarfsaðilar í þeirri nýsköpunarhringrás sem nú er að hefjast og lýkur með stórri fjárfestahátíð á Siglufirði á næsta ári. Nóg að hafa hugmynd Hún hvetur sem flesta sem ganga með hugmynd að nýsköpun í maganum að gefa hugmyndakeppnum á borð við þá sem lýkur í dag góðan gaum. Slíkar keppnir eru opnar öllum. „Þau þurfa nefnilega ekki að vera nýsköpunarfyrirtæki. Þetta má bara vera fólk sem hefur hugmynd og langaði að henda henni á blað og svo að standa fyrir hana og tala um hana. Það þarf ekki meir.“
Nýsköpun Akureyri Háskólar Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31. mars 2022 14:41 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31. mars 2022 14:41