Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 20:00 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að um frekar nýstárlega hugmynd hafi verið að ræða. Vísir/Samsett Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira