Sauðburði víða lokið eða er senn að ljúka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2022 21:32 Ær á Álftavatni með lömbin sín tvö í fallegu grænu grasi við bæinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búin. Á bænum Álftavatni í Snæfellsbæ hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. Ragnhildur Sigurðardóttir og Gísli Örn Bjarkarson eru sauðfjárbændur á bænum. Þau eiga þrjú börn, sem eru mjög dugleg að hjálpa til við í sauðburði. Um 500 fjár eru á bænum. „Og það dýrmætasta er náttúrulega þessu dásamlegu börn, sem koma og hjálpa til. Þetta er mjög fjölskylduvænt að hafa eitthvað svona, sem skiptir okkur máli og vinna saman í. Svo fær maður náttúrulega góðan mat og það er gaman og gefandi að vera innan um dýr,“ segir Ragnhildur. Og það hefur gengið vel sauðburður í vor eða? „Já, sjö, níu, þrettán, já, náttúrulega grænt gras á túnunum og við höfum ekki þurft að fara með eina einustu kind til dýralæknis, ekki í keisaraskurð eða neitt þannig og þetta er að verða búið. Það eru svona 52 eftir og einn gemlingur.“ Ragnhildur og Björk dóttir hennar í fjárhúsinu á Álftavatni í Snæfellsbæ þar sem sauðburði er senn að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björk dóttir hjónanna tók sitt sumarfrí í leikskóla í Reykjavík og í Þjóðleikhúsinu til að koma heim í sauðburð. Hún er einstaklega góð að taka á móti lömbum. Forystuærin Flekka var að bera tveimur lömbum, sem Björk aðstoðaði við. „Þetta eru tvær gimbrar. Það þarf stundum að hjálpa, það kemur oft fyrir að það sé bara annar fóturinn og þá þarf að sækja hinn og svo getur verið að það komi aftur á bak eða eitthvað annað vesen,“ segir Björk og bætir við að sauðburður og réttir, séu skemmtilegasti tíminn í sveitinni. Björk tók sér sumarfrí í vinnunum sínum í Reykjavík til að fara heim í sauðburð með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir og Gísli Örn Bjarkarson eru sauðfjárbændur á bænum. Þau eiga þrjú börn, sem eru mjög dugleg að hjálpa til við í sauðburði. Um 500 fjár eru á bænum. „Og það dýrmætasta er náttúrulega þessu dásamlegu börn, sem koma og hjálpa til. Þetta er mjög fjölskylduvænt að hafa eitthvað svona, sem skiptir okkur máli og vinna saman í. Svo fær maður náttúrulega góðan mat og það er gaman og gefandi að vera innan um dýr,“ segir Ragnhildur. Og það hefur gengið vel sauðburður í vor eða? „Já, sjö, níu, þrettán, já, náttúrulega grænt gras á túnunum og við höfum ekki þurft að fara með eina einustu kind til dýralæknis, ekki í keisaraskurð eða neitt þannig og þetta er að verða búið. Það eru svona 52 eftir og einn gemlingur.“ Ragnhildur og Björk dóttir hennar í fjárhúsinu á Álftavatni í Snæfellsbæ þar sem sauðburði er senn að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björk dóttir hjónanna tók sitt sumarfrí í leikskóla í Reykjavík og í Þjóðleikhúsinu til að koma heim í sauðburð. Hún er einstaklega góð að taka á móti lömbum. Forystuærin Flekka var að bera tveimur lömbum, sem Björk aðstoðaði við. „Þetta eru tvær gimbrar. Það þarf stundum að hjálpa, það kemur oft fyrir að það sé bara annar fóturinn og þá þarf að sækja hinn og svo getur verið að það komi aftur á bak eða eitthvað annað vesen,“ segir Björk og bætir við að sauðburður og réttir, séu skemmtilegasti tíminn í sveitinni. Björk tók sér sumarfrí í vinnunum sínum í Reykjavík til að fara heim í sauðburð með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira