Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2022 06:53 Selenskí segir Rússa vilja svipta Úkraínumenn öllu, þar á meðal réttinum til lífs. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Í ávarpi sínu sagði Selenskí að heimurinn stæði á vendipunkti og að stríðið í Úkraínu myndi ráða til um það hvort heiminum yrði stýrt með valdi eða ekki. Sjá einnig: Segir heiminn á vendipunkti Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu. Þeirra hlutverk yrði að verja sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði og ættu ekki að taka þátt í bardögum á nokkurn hátt. Þessar vangaveltur eru á grunnstigi en sendiráðið var opnað aftur í síðustu viku, eftir að hafa verið lokað í um þrjá mánuði. Líf almennings í Rússlandi hefur tekið miklum breytingum frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Refsiaðgerðir séu farnar að taka sinn og einangrun Rússlands og tilheyrandi brottflutningur stórra fyrirtækja hafi kostað fjölmarga lífsviðurværi sitt. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustumála í Varnarmálaráðuneyti Úkraínu, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi lifað af banatilræði fyrir um tveimur mánuðum. Hann staðhæfir að ráðist hafi verið á forsetann. Aðilar frá Kákasusarfjöllum hafi gert það en banatilræðið hafi misheppnast og verið þaggað niður.Staðhæfingu Budanov hefur þó verið mætt af tortryggni. Fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf mun hafa sagt upp í dag vegna stríðsins í Úkraínu. Boris Bondarev segist aldrei hafa skammast sín eins mikið fyrir land sitt og hann gerir nú, þó hann hafi starfað sem erindreki í tuttugu ár. Rússneski hermaðurinn Vadim Shishimarin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta úkraínskan mann til bana í upphafi innrásar Rússa. Hermaðurinn hafði játað sekt sína. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, munu einnig flytja ávörp í Davos í dag. Stoltenberg á ekki von á öðru en hægt verði að fá Tyrki til að láta af andstöðu við NATO-aðild Svía og Finna. Skipuleggjendur viðburðarins í Davos slitu öll tengsl við rússnesk fyrirtæki og embættismenn í mars og sögðu þá sem sættu refsiaðgerðum vegna innrásarinnar ekki velkomna á ráðstefnuna í ár. Breska varnarmálaráðuneytið segir mannfall í röðum Rússa líklega jafnast á við mannfall meðal sveita Sovétríkjanna í níu ára stríði þeirra í Afganistan. Þetta megi rekja til ýmissa mistaka og skorts á vernd úr lofti. Gera megi ráð fyrir vaxandi óánægju heima fyrir samhliða mannfallinu. Gervihnattamyndir virðast sýna að úkraínsku korni hafi verið skipað upp í rússnesk flutningaskip Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reiknar með að 2022 verði slæmt ár, efnahagslega, á heimsvísu. Þar spilar stríðið í Úkraínu stórt hlutverk. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira