Fyrr á þessu ári – í febrúar nánar tiltekið – birti einhver nákominn hinum 27 gamla Zouma myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sést beita þáverandi gæludýr sín, tvo ketti, ofbeldi. Í myndbandinu má sjá Zouma slá og sparka í kettina.
Kurt og bróðir hans Yoan þurfa að mæta í dómsal á morgun þar sem þeir eru ákærðir fyrir að brjóta reglur um velferð dýra.
Kurt Zouma will be in court Tuesday after being charged with three offences under the Animal Welfare Act.
— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022
Zouma is accused of causing "unnecessary suffering" to his cat and failing to protect it from "pain suffering, injury or disease." pic.twitter.com/7w2jsprpef
Leikmaðurinn spilaði áfram með West Ham eftir að atvikið komst upp en David Moyes, þjálfari liðsins sagði ekkert því til fyrirstöðu að Kurt myndi spila með West Ham.
Sumir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar reyndu að taka Kurt úr jafnvægi með því að mjálma í eyrað á honum eftir að upp komst um atvikið.
Dýrin voru í kjölfarið tekin af Zouma og á morgun kemur í ljós hver refsingin verður fyrir þetta ömurlega athæfi.