Ræða Zlatans inn í klefa endaði á miklum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 11:30 Zlatan Ibrahimovic var aðalmaðurinn í fagnaðarlátum AC Milan manna enda maður með mikla reynslu af því að fagna titlum. AP/Antonio Calanni AC Milan varð ítalskur meistari um helgina í fyrsta sinn síðan 2011. Líkt og þá var Zlatan Ibrahimović forsprakki liðsins. Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira