Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað Snorri Másson skrifar 24. maí 2022 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu. Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira