Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 12:05 Bíó kropp í verslun. Umbúðirnar segja þeim sem eru ekki reiprennandi í ensku margt um bragðtegundina. Vísir/Kjartan Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann. Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann.
Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira