Lífið

„Enginn vill vinna með stelpum sem líta út eins og þú“

Elísabet Hanna skrifar
Stjörnurnar gáfu innsýn í líf sitt með leikarar.
Stjörnurnar gáfu innsýn í líf sitt með leikarar. Youtube/Skjáskot

Vanity Fair fékk nokkrar stjörnur úr stærstu sjónvarpsþáttunum í dag til þess að svara spurningum um leiklistarferilinn sinn. Þau fara yfir erfiðasta atriðið sem þau hafa leikið í, prufur fyrir hlutverk og hvaða mótleikurum þau hafa lært mest af.

„Ég lærði mikið af Zendayu, ætli hún hafi ekki kennt mér að vera með sjálfstraust í því sem ég var að gera,“ 

sagði Angus Cloud úr Euphoria. Þegar þau fóru yfir þau ráð eða augnablik sem sitja í þeim frá fortíðinni voru svörin mismunandi. Sumir segjast hafa fengið góð ráð á meðan aðrir segjast hafa fengið vafasöm svör sem þau segja hafa knúið sig enn frekar áfram:

„Ég bjó í Englandi í nokkur ár og svo kom ég hingað og var að fara á milli og hitta fólk og manneskja sem var að ráða í hlutverk sagði „Þú er bara ekki með rétta útlitið. Enginn vill vinna með stelpum sem líta út eins og þú, kannski gætirðu prófað England þar sem þeim finnst í lagi að fólk líti eðlilega út,“ sagði leikkonan Melanie Lynskey um upplifun sem situr í henni úr leiklistarheiminum.

Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni:


Tengdar fréttir

Beckham borðar það sama á hverjum degi

David Beckham greindi frá því í viðtali að konan sín, Victoria Beckham hafi borðað sömu máltíðina á hverjum einasta degi í 25 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×