Það samsvarar rúmlega 24 milljörðum króna, en knattspyrnustjóri Tottenham, Antonio Conte, hefur kallað eftir því að fá að styrkja liðið fyrir næsta tímabil.
„Aukið fé frá ENIC mun gera okkur kleift að fjárfesta enn frekar í klúbbnum á mikilvægum tíma,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Lundúnaliðsins.
Bæði Levy og ENIC hafa sætt gagnrýni seinustu ár fyrir að halda of fast í budduna þegar kemur að leikmannakaupum. Nú virðist þó vera að koma Antonio Conte til félagsins hafi að einhverju leyti breytt því, en peningunum getur verið eytt í leikmannakaup og launakostnað ef þarf
Club announcement - Tottenham Hotspur Limited agrees a £150m capital increase.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) May 24, 2022