Valkvæðir hagsmunir hins opinbera Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. maí 2022 19:00 Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans. Af þeim sökum væri rétt að þjónustan yrði boðin út svo spítalinn gæti sinnt kjarnastarfsemi sinni af meiri krafti. Einu mótbárurnar sem ekki má rekja til flokkapólitíkur, voru frá þeim sem hafa beina hagsmuni af því að LSH reki þessa einingu áfram þ.e. frá starfsfólki og stéttarfélagi þess. Vissulega er þetta þó þrátt fyrir allt spor í rétta átt, en skilur þó eftir spurningar, eins og hvort að til dæmis liðskiptiaðgerðir séu endilega hluti kjarnastarfsemi spítalans. Reyndar má færa fyrir þvi rök að á LSH þurfi að framkvæma ákveðinn fjölda slíkra aðgerða svo læknar sem þar starfa viðhaldi færni sinni og að spítalinn geti sinnt hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús. Sá fjöldi aðgerða er þó fjarri þeim fjölda aðgerða sem sökum sífellt lengri biðlista þarf að framkvæmaár hvert um ókomin ár. Kostnaður við hverja aðgerð er ekki tekinn af fjárframlögum til spítalans af fjárlögum. Svo varla því um að kenna að þau framlög séu ekki næg. Heldur greiða Sjúkratryggingar Íslands sérstaklega fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd er. Í rúm fimm ár, síðan Klíníkin við Ármúla fékk öll leyfi til rekstrar fimm daga legudeildar, hefur Klíníkin, við litlar sem engar undirtektir, farið þess á leit við heilbrigðsyfirvöld að stofan fái samning við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Kostnaður við hverja aðgerð yrði á pari við það Sjúkratryggingar Íslands greiða nú þegar LSH og fleiri ríkisreknum sjúkrastofnunum fyrir slíkar aðgerðir. Það er auðvitað þanng, svo það fái að koma fram, að yrði Klíníkinni hleypt að samningaborðinu varðandi liðskiptiaðgerðir og jafnvel fleiri aðgerðir sem biðlisti er eftir að kostnaður Sjúkratrygginga Íslands myndi auðvitað aukast í réttu hlutfalli við þá fjölgun á aðgerðum sem ætti sér stað.Færa má þó fyrir því rök að sá kosntaður kæmi að langmestu leyti til baka, þar sem fjöldi fólks á vinnualdri þyrfti síður að dvelja mánuðum ef ekki árum saman utan vinnumarkaðar, bryðjandi verkjalyf á meðan það biði eftir aðgerð. Þegar heilbrigðisráðherra var á dögunum inntur eftir því hvort að til stæði að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir, setti hann strax þá fyrirvara, að slíkt gæti verið varasamt því hætt væri við því að læknar myndu í stórum stíl flykkjast af LSH og yfir á Klíníkina.Eflaust myndu einhverjir hugsa sér til hreyfings, en það þó daglegur viðburður nánast að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk LSH geri það. Ekki endilega vegna þess að sífellt sé verið að bjóða því önnur störf, heldur fyrst og fremst vegna skipulags og stjórnunar á LSH. Ef að ótti ráðherrans, sem að mig reyndar grunar að sé runninn undan rifjum stjórnenda LSH, sé á rökum reistur, væri þá kannski ekki bara best að Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu ekki samninga við einkareknar stofur í heilbrigðisþjónustu svo starfsfólk þeirra flykkist til starfa hjá ríkinu og eyði þeim mönnunnarvanda sem þar er og hefur verið uppi svo árum skipti? Mætti kannski laga mönnunnarvandann með því að þrengja enn frekar að starfsskilyrðum heilbrigðisstarfsfólks? Svarið við þessum báðum spurningum er það, að þrengri starfsskilyrði heilbrigðisstarfsfólks myndi leiða til meiri landflótta heilbrigðisstarfsfólks en þekkst hefur hingað til. Enda heilbrigðisstarfsfólk jafn mismunandi að það er margt. Sumum fellur það vel að starfa hjá ríki og öðrum að starfa við eigin rekstur eða á einkarekinni stofu. Horfa þarf því til þess að rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og annarri velferðarþjónustu sé sem fjölbreyttast svo hægt sé að tryggja það að sem flestir starfi við þessa geira í landinu. Ef að ekki hefði verið fyrir ótal einkareknar stofur með starfandi læknum á, hefðu þær stofur og þeir læknar sem á þeim starfa til dæmis ekki getað komið LSH og Heilsugæslunni til aðstoðar í Covidfaraldrinum, vegna þess að allt þetta fólk væri allt eins starfandi erlendis ef það gæti ekki eða fengi að starfa hérlendis í því starfsumhverfi sem það kýs að starfa í. Til þess að hægt sé að mæla, með afgerandi hætti, árangur hins ríkistekna heilbrigðiskerfis á hinum ýmsu sviðum, þarf það samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Auk þess sem að samkeppnin myndi vonandi leiða til betra skipulags og stjórnarhátta í ríkisrekna heilbrigðiskerfinu. En kannski vill ríkisrekna kerfið ekki þessa samkeppni. Enda hefur það oft á tíðum virst sem það hugi frekar að því að viðhalda sjálfu sér sem sístækkandi hægfara bákni, fremur en að huga að og uppfylla réttindi sjúkratryggðra Íslendinga og annarra sem hér búa. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans. Af þeim sökum væri rétt að þjónustan yrði boðin út svo spítalinn gæti sinnt kjarnastarfsemi sinni af meiri krafti. Einu mótbárurnar sem ekki má rekja til flokkapólitíkur, voru frá þeim sem hafa beina hagsmuni af því að LSH reki þessa einingu áfram þ.e. frá starfsfólki og stéttarfélagi þess. Vissulega er þetta þó þrátt fyrir allt spor í rétta átt, en skilur þó eftir spurningar, eins og hvort að til dæmis liðskiptiaðgerðir séu endilega hluti kjarnastarfsemi spítalans. Reyndar má færa fyrir þvi rök að á LSH þurfi að framkvæma ákveðinn fjölda slíkra aðgerða svo læknar sem þar starfa viðhaldi færni sinni og að spítalinn geti sinnt hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús. Sá fjöldi aðgerða er þó fjarri þeim fjölda aðgerða sem sökum sífellt lengri biðlista þarf að framkvæmaár hvert um ókomin ár. Kostnaður við hverja aðgerð er ekki tekinn af fjárframlögum til spítalans af fjárlögum. Svo varla því um að kenna að þau framlög séu ekki næg. Heldur greiða Sjúkratryggingar Íslands sérstaklega fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd er. Í rúm fimm ár, síðan Klíníkin við Ármúla fékk öll leyfi til rekstrar fimm daga legudeildar, hefur Klíníkin, við litlar sem engar undirtektir, farið þess á leit við heilbrigðsyfirvöld að stofan fái samning við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Kostnaður við hverja aðgerð yrði á pari við það Sjúkratryggingar Íslands greiða nú þegar LSH og fleiri ríkisreknum sjúkrastofnunum fyrir slíkar aðgerðir. Það er auðvitað þanng, svo það fái að koma fram, að yrði Klíníkinni hleypt að samningaborðinu varðandi liðskiptiaðgerðir og jafnvel fleiri aðgerðir sem biðlisti er eftir að kostnaður Sjúkratrygginga Íslands myndi auðvitað aukast í réttu hlutfalli við þá fjölgun á aðgerðum sem ætti sér stað.Færa má þó fyrir því rök að sá kosntaður kæmi að langmestu leyti til baka, þar sem fjöldi fólks á vinnualdri þyrfti síður að dvelja mánuðum ef ekki árum saman utan vinnumarkaðar, bryðjandi verkjalyf á meðan það biði eftir aðgerð. Þegar heilbrigðisráðherra var á dögunum inntur eftir því hvort að til stæði að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir, setti hann strax þá fyrirvara, að slíkt gæti verið varasamt því hætt væri við því að læknar myndu í stórum stíl flykkjast af LSH og yfir á Klíníkina.Eflaust myndu einhverjir hugsa sér til hreyfings, en það þó daglegur viðburður nánast að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk LSH geri það. Ekki endilega vegna þess að sífellt sé verið að bjóða því önnur störf, heldur fyrst og fremst vegna skipulags og stjórnunar á LSH. Ef að ótti ráðherrans, sem að mig reyndar grunar að sé runninn undan rifjum stjórnenda LSH, sé á rökum reistur, væri þá kannski ekki bara best að Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu ekki samninga við einkareknar stofur í heilbrigðisþjónustu svo starfsfólk þeirra flykkist til starfa hjá ríkinu og eyði þeim mönnunnarvanda sem þar er og hefur verið uppi svo árum skipti? Mætti kannski laga mönnunnarvandann með því að þrengja enn frekar að starfsskilyrðum heilbrigðisstarfsfólks? Svarið við þessum báðum spurningum er það, að þrengri starfsskilyrði heilbrigðisstarfsfólks myndi leiða til meiri landflótta heilbrigðisstarfsfólks en þekkst hefur hingað til. Enda heilbrigðisstarfsfólk jafn mismunandi að það er margt. Sumum fellur það vel að starfa hjá ríki og öðrum að starfa við eigin rekstur eða á einkarekinni stofu. Horfa þarf því til þess að rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og annarri velferðarþjónustu sé sem fjölbreyttast svo hægt sé að tryggja það að sem flestir starfi við þessa geira í landinu. Ef að ekki hefði verið fyrir ótal einkareknar stofur með starfandi læknum á, hefðu þær stofur og þeir læknar sem á þeim starfa til dæmis ekki getað komið LSH og Heilsugæslunni til aðstoðar í Covidfaraldrinum, vegna þess að allt þetta fólk væri allt eins starfandi erlendis ef það gæti ekki eða fengi að starfa hérlendis í því starfsumhverfi sem það kýs að starfa í. Til þess að hægt sé að mæla, með afgerandi hætti, árangur hins ríkistekna heilbrigðiskerfis á hinum ýmsu sviðum, þarf það samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Auk þess sem að samkeppnin myndi vonandi leiða til betra skipulags og stjórnarhátta í ríkisrekna heilbrigðiskerfinu. En kannski vill ríkisrekna kerfið ekki þessa samkeppni. Enda hefur það oft á tíðum virst sem það hugi frekar að því að viðhalda sjálfu sér sem sístækkandi hægfara bákni, fremur en að huga að og uppfylla réttindi sjúkratryggðra Íslendinga og annarra sem hér búa. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar