
Kristinn Karl Brynjarsson

Misskilningur frú Sæland
Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera.

Af skráningum stjórnmálaflokka og styrkjum til þeirra
Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um.

Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn
Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag.

Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Á Facebooksíðu þína í svari við grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ehf-gatið skrifar þú eftirfarandi.

Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi
Takk fyrir að ætla að forða smiðum, hárgreiðslufólki og pípurum í sjálfstæðum rekstri, frá skattahækkunum í tengslum við svokallaða lokun ehf-gatsins.

Er píparinn þinn skattsvikari?
"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur."

Sá „óháði“ kemur til byggða
Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.

Af upplýsingaóreiðu um orkumál
Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar.

Leiðin til betri lífskjara og velferðar
Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald.

Formlegheit eða skuggastjórnun?
Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax.

Bankasýslan og Samfylkingin
Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi.

Núna er þetta bara orðið ágætt!
Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið.

Sjálfbær kosningaloforð
Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug.

Loksins loksins!
Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi.

Dádýr í bílljósum
Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku.

Útvistaðar rangfærslur Vinstri grænna
Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa.

Vantraust eða afsögn ráðherra eina leiðin
Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila.

Gjör rétt - þol ei órétt!
Það er mér algerlega lífsins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór?
Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati.

Ef ekki aðgerðir nú þá hvenær?
Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu.

Að sporna gegn lýðræðinu
Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata.

Hvað kostar heilbrigðiskerfið?
Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi?

Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga
Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ.

Hugvísindin efla alla dáð
„Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið."

Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl!
Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið.

Blandað kerfi er allra hagur
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa.

Að skjóta niður skjólstæðinga sína
Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: „um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði“. Tillagan er eftirfarandi:

Valkvæðir hagsmunir hins opinbera
Nú á dögunum virtist vera að birta til heilbrigðiskerfinu þegar fréttir bárust af því að til stæði að bjóða út þá öldrunarþjónustu sem Landspítalinn (LSH) sinnir á Vífilsstöðum. Þjónustan félli ekki, að sögn forstjóra LSH að kjarnastarfsemi spítalans.

Valkvæður skortur á þekkingu
Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins.

Rödd úr grasrótinni
Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð fannst mér, gallhörðum sjálfstæðismanninum, hún vera illskásti kosturinn sem uppi var á þeim tíma. Tveir aðrir verri kostir voru í boði. Sá fyrri var að fólkið sem náðist á mynd í stofunni á Syðra Langholti 4 í Hrunamannahreppi næðist á mynd við ríkisráðsborðið á Bessastöðum.