Guðmundur Ingi óánægður með Jón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 22:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, er ánægður með Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira