Í yfirlýsingu frá PSG kemur fram að framkomu ins 61 árs Didiers Ollé-Nicolle í garð leikmanna liðsins hafi ekki samræmst gildum félagsins.
PSG segist líta málið alvarlegum augum og sé með það til rannsóknar. Á meðan henni stendur verður Ollé-Nicolle í leyfi.
Á föstudaginn mætir PSG Lyon í toppslag í næstsíðustu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. PSG er fimm stigum á eftir Lyon og verður að vinna til að eiga möguleika á að verja meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. Um síðustu helgi varð PSG bikarmeistari.
Olle-Nicollé tók við PSG fyrir þetta tímabil. Hann er afar reynslumikill og hefur til að mynda þjálfað í efstu deild karla í Frakklandi og Sviss. Þá þjálfaði hann karlalandslið Benín um tíma.