69 prósent sjúklinga á lífi fimm árum eftir aðgerð Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 09:29 Verkefnið var unnið við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá einstaklingum með hjartabilun er góður hér á landi og á pari við sérhæfðari og stærri hjartaskurðdeildir í nágrannalöndum. Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira