Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 12:01 Hin þrítuga Nazia heldur á vannærðu barni sínu á spítala í Parwan. Ap/Ebrahim Noroozi Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári. Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu. Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sífellt fleiri hungruð börn eru lögð inn á heilbrigðisstofnanir í landinu og fer staðan versnandi. Hjálparstofnanir sem fæddu milljónir íbúa og forðuðu landinu frá hungursneyð eftir valdatöku talibana eiga nú sífellt erfiðara með að halda í við þróunina. Að sögn þeirra hefur fátækt stóraukist í landinu og fleiri Afganar nú hjálparþurfi á sama tíma og matvælaverð fer hækkandi á heimsvísu í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Þá segir í nýlegri skýrslu að enn sé ekki búið að efna öll loforð um erlenda fjárhagsaðstoð. Hafði ekki efni á því að koma börnunum undir læknishendur Hin þrítuga Nazia segist hafa misst fjögur börn úr vannæringu, tvær dætur og tvo syni, öll undir tveggja ára aldri. „Öll fjögur létust vegna fjárhagserfiðleika og fátæktar,“ segir Nazia í samtali við AP-fréttaveituna. Hún hafi ekki haft efni á því að koma þeim undir læknishendur þegar veikindin versnuðu. Nazia bætir við að eiginmaðurinn sé daglaunamaður og fíkill sem komi sjaldnast með nokkrar tekjur heim. Fréttamaður AP hitti hana á Charakar-spítalanum í Parwan-héraði í norðurhluta landsins þar sem Nazia og sjö mánaða dóttir hennar þiggja læknismeðferð vegna næringarskorts. Líkt og margir Afganar ber Nazia einungis eitt nafn. Afgönsk móðir aðstoðar vannærðan son sinn á spítala í höfuðborginni Kabúl.AP/Ebrahim Noroozi Valdatakan bætti gráu ofan á svart Stöðug aukning hefur verið í fjölda barna undir fimm ára aldri sem lögð eru inn á heilbrigðisstofnanir með alvarlega vannæringu síðustu tvö ár. Þannig voru 16 þúsund slík tilfelli skráð í mars 2020, 18 þúsund í mars 2021 og 28 þúsund ári síðar, að sögn Mohamed Ag Ayoya, fulltrúa UNICEF Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Fyrir valdatöku talibana í fyrra blasti fæðuskortur við Afganistan vegna langvarandi stríðsátaka og mestu þurrka sem íbúar hafa þurft að þola í áratugi. Eftir valdatökuna hrundi síðan efnahagur landsins þegar alþjóðlegar refsiaðgerðir skáru á erlent fjárflæði til afganskra stjórnvalda og margar hjálparstofnanir hurfu frá landinu.
Afganistan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira