Segir að Aron falli enn undir ákvörðun stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 13:40 Aron Einar Gunnarsson var landsliðsfyrirliði í áratug en hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní í fyrra. vísir/daníel Arnar Þór Viðarsson segir að vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ hafi ekki komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í nýjasta landsliðshópinn í fótbolta. Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira