Staðan mjög þung þetta vorið Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. maí 2022 20:31 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Vísir/Baldur Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05