Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 23:31 Hér sést svokallað HIMARS-eldflaugakerfi, eitt af þeim eldflaugakerfum sem ríkisstjórn Bandaríkjanan íhugar sterklega að senda til Úkraínu. Þessi mynd er tekin á Filipps-eyjum. Dondi Tawatao/Getty Images) Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki. Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki.
Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira