Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 14:31 Mané hefur náð miklum árangri hjá Liverpool en hefur verið orðaður við brottför í sumar. James Gill - Danehouse/Getty Images Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira