Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 23:15 Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á glænýju grasi annað kvöld. Nick Potts/PA Images via Getty Images Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi, en eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar var ákveðið að færa leikinn til Parísar. Grasið var ræktað í grennd við Barcelona á Spáni og flutt þaðan til höfuðborgar Frakklands. Vallarstarfsmenn á Stade de France unnu svo linnulaust í tvo sólarhringa við að leggja grasið á þennan 80.000 manna völl. Flækjustigið við að klára þessa framkvæmd var mikið, enda voru um það bil 500 rúllur af grasi fluttar í 24 vörubílum frá Spáni til Frakklands í byrjun þessarar viku. Hver rúlla vegur á bilinu 750-1000 kg og þekur 18 fermetra. Líklega hefði verið hægt að einfalda verkið með því að hefjast handa fyrr, en það var ekki möguleiki vegna þess að síðastliðinn laugardag var franska hljómsveitin Indochine með tónleika á vellinum. Grasið sem áður var á vellinum var fjarlægt þann 8. maí, daginn eftir að úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór þar fram, og síðan þá hefur röð tónleika verið haldin á vellinum. Vallarstarfsmenn á Stade de France kláruðu að leggja grasið síðastliðið miðvikudagskvöld - alla 8.800 fermetrana. Eftir það þurfti að vökva og hlúa að grasinu, sem og að mála útlínur vallarins og öllu þessu þurfti að ljúka svo liðsmenn Real Madrid og Liverpool gætu æft á vellinum í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer annað kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland UEFA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira