Veður

Hæg­lætis­veður um allt land

Árni Sæberg skrifar
Búist er við blíðskaparveðri um allt land en sér í lagi á Stöðvarfirði og öðrum Austfjörðum, þar sem ský mun varla sjást á himni í dag.
Búist er við blíðskaparveðri um allt land en sér í lagi á Stöðvarfirði og öðrum Austfjörðum, þar sem ský mun varla sjást á himni í dag. Vísir/Vilhelm

Það stefnir allt í ágætisveður víðast hvar á landinu í dag. Veðurstofan spáir allt að sautján stiga hita.

Suðvestan til verður suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu og skýjað með köflum, hiti allt að fjórtán stig. Þetta segir í spá Veðurstofu Ísland fyrir daginn.

Annars staðar verður hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hiti níu til sautján stig yfir daginn

Austfirðingar geta leyft sér að hlakka til rjómablíðu í dag en þar verður að mestu heiðskýrt og nánast logn, ef marka má spána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×