Fótbolti

Agla María missti af tveimur stigum í toppbaráttunni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Agla María Albertsdóttir og samherjar hennar náðu ekki að brjóta varnarmúr Djurgärden á bak aftur í dag.
Agla María Albertsdóttir og samherjar hennar náðu ekki að brjóta varnarmúr Djurgärden á bak aftur í dag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kom inná sem varamaður þegar lið hennar Häcken gerði markalaust jafntefli við Djurgärden þegar liðin mættust í sænsku efstu deildinni í dag. 

Agla María hóf leikinn á varamannabekk Häcken en mætti til leiks um miðbik fyrri hálfleiks. Diljá Ýr Zomers var hins vegar ekki í leikmannahópi Häcken í þessum leik. 

Häcken missti þarna af mikilvægum stigum í toppbaráttu sinni við Rosengärd. Eftir þessi úrslit hefur Rosengärd eins stigs forskot á Häcken auk þess að eiga leik til góða. 

Þetta var áttundi deildarleikur Öglu Maríu fyrir Häcken en hún gekk til liðs við sænska liðið frá Breiðablik í upphafi þessa árs. 

Framherjinn hefur komið inn af bekknum í sjö af þessum átta leikjum og verið einu sinni í byrjunarliði liðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×