Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Brann í leiknum í dag.
Svava Rós Guðmundsdóttir, sem skoraði tvö mörk í leik liðanna á dögunum var aftur á móti ekki í leikmannahópi Brann að þessu sinni.
Brann, sem er ríkjandi norskur meistari, trónir á toppi deildarinnar en liðið hefur fimm stiga forystu á Ingibjörgu Sigurðardóttur og liðsfélaga hennar hjá Vålerenga í baráttunni um meistaratitilinn.