Starfsmaður sem er viðriðinn málarekstur gegn leikaranum segir í samtali við The Guardian að farið verði fram á formlegt framsal leikarans frá Bandaríkjum nema hann komi einfaldlega sjálfur til að mæta örlögum sínum fyrir dómstólum.
Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands segir í samtali við The Guardian að framsalsferli geti tekið marga mánuði og því væri óskandi að leikarinn gæfi sig fram við laganna verði í Bretlandi. Þó væri réttarstaða hans ögn slakari geri hann það.
Framsalssamningur er í gildi milli Bretland og Bandaríkjanna en það er flókið ferli að fá bandaríska ríkisborgara framselda frá landinu. Yfirvöld þar í landi myndu fara yfir gögn frá saksóknara í Bretlandi og ef komist verður að því að rökstuddur grunur sé uppi um að leikarinn hafi gerst sekur um það sem honum er gefið að sök, verða alríkislögreglumenn sendir á eftir honum.