Segir gjörsamlega óforsvaranlegt að vísa fötluðum flóttamanni úr landi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2022 22:50 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það gjörsamlega óforsvaranlegt að yfirvöld ætli að senda írakskan flóttamann, sem notast við hjólastól, til Grikklands. Fjölskylda mannsins segir yfirvöld munu senda manninn út í opinn dauðann með því. Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent