Segir gjörsamlega óforsvaranlegt að vísa fötluðum flóttamanni úr landi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2022 22:50 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það gjörsamlega óforsvaranlegt að yfirvöld ætli að senda írakskan flóttamann, sem notast við hjólastól, til Grikklands. Fjölskylda mannsins segir yfirvöld munu senda manninn út í opinn dauðann með því. Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum. Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Til stendur að vísa írakskri fjölskyldu úr landi og til Grikklands. Einn fjölskyldumeðlimanna notast við hjólastól og telur fjölskyldan að hann muni einfaldlega deyja verði hann sendur til Grikklands. Þar muni hann ekki fá þá nauðsynlegu læknisþjónustu sem hann nýtur hér á landi. „Okkur finnst þetta gjörsamlega óforsvaranlegt. Allir sem hafa kynnt sér aðstæður í Grikklandi vita að þær eru skelfilega erfiðar fyrir flóttafólk almennt og alls kyns mismunun og alls kyns óyfirstíganlegar hindranir sem mæta fötluðu fólki og fólki almennt þar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, í samtali við fréttastofu. Rætt var við Árna Múla og fjölskyldu mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Árni Múli segir að hverjum manni eigi að vera ljóst að erfiðara er fyrir fatlaða flóttamenn en aðra að vera sendir til Grikklands. Óttast að fleiri séu í sömu stöðu Árni Múli segir Þroskahjálp óttast að fleira fatlað flóttafólk vera í þeirri erfiðu stöðu að til standi að senda það úr landi. Stjórnvöld hafi ekki svarað fyrirspurn samtakanna um það hvort sú sé raunin. „Eftir samskipti okkar við útlendingayfirvöld í þessum málum þá er ekki að ástæðulausu að vi höfum áhyggjur af því. Þau hafa að okkar mati ekki sinnt skyldum sínum gagnvart þessum berskjaldaða hópi, alls ekki nægilega, og sett sig inn í réttindi þess,“ segir hann. Ómannúðlegt að senda fatlað fólk í þessar aðstæður Þá segir Árni Múli að það sé í meira lagi umdeilanlegt hvort það standist skyldur íslenkskra stjórnvalda hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Ísland hefur undirgengist, að vísa fötluðu flóttafólki úr landi. „Okkur finnst, hvernig sem það veltur og ég er nú sannfærður um að þetta eru mannréttindabrot, að maður geti varla hugsað sér ómannúðlegri meðferð á fötluðu fólki heldur en að senda það í þesssar aðstæður,“ segir Árni Múli að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira