Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Hólmfríður Gísladóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Samúel Karl Ólason skrifa 30. maí 2022 06:47 Aðskilnaðarsinnar í Donetsk skjóta sprengjum á hversveitir Úkraínumanna. Getty/Leon Klein Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira