Áfram skorar Ísak Snær, óvæntar hetjur og markasúpur í Safamýri og Kaplakrika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 09:31 Víkingar fagna sigurmarki Viktors Örlygs Andrasonar. Vísir/Diego Það fór heil umferð fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, sunnudag. Hér að neðan má sjá öll mörk umferðarinnar en af nægu er að taka. Viktor Örlygur Andrason reyndist hetja Íslands- og bikarmeistara Víkings gegn KA á meðan Ísak Snær Þorvaldsson getur ekki hætt að skora. Víkingur fékk KA í heimsókn í Víkinni. Íslands- og bikarmeistararnir þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að missa ekki liðin fyrir ofan sig of langt frá sér. Sigur vannst þökk sé sigurmarki Viktors Örlygs þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-1 í Víkinni. Klippa: Víkingur 2-1 KA Ísak Snær getur ekki hætt að skora en hann skoraði bæði mörk Breiðabliks er liðið vann 2-1 sigur á Leikni Reykjavik í Breiðholtinu. Bæði mörkin skoraði hann með afar snotrum afgreiðslum. Róbert Hauksson skoraði gott skallamark fyrir Leikni en það dugði ekki til og Blikar hafa nú unnið alla átta leiki sína í deildinni. Klippa: Leiknir R. 1-2 Breiðablik Fram kvaddi Safamýrina með stæl en liðið mun nú loks færa sig upp í Úlfarsárdal þar sem nýr heimavöllur liðsins er. Fram vann 3-2 sigur á nágrönnum sínum í Val þökk sé tvennu frá Guðmundu Magnússyni og sigurmarki Jannik Holmsgaard. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Vals sem voru manni færri allan síðari hálfleikinn þar sem Birkir Heimisson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í þeim fyrri. Klippa: Fram 3-2 Valur KR gerði góða ferð í Hafnafjörð þar sem liðið vann 3-2 útisigur á FH. Kjartan Henry Finnbogason kom KR í 2-0 áður en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn, staðan 1-2 í hálfleik. Finnur Orri Margeirsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og staðan því 3-1 gestunum í vil áður en Logi Hrafn Róbertsson náði að minnka muninn í blálokin. Klippa: FH 2-3 KR Keflavík gerði góða ferð á Skipaskaga þar sem liðið vann öruggan 2-0 útisigur á ÍA. Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka kom gestunum yfir eftir ævintýralegan vandræðagang í vörn heimamanna í kjölfar hornspyrnu. Kian Paul James Williams tvöfaldaði forystuna um miðbik síðari hálfleiks með þrumuskoti og þar við sat. Klippa: ÍA 0-2 Keflavík Hægri bakvörðurinn Óli Valur Ómarsson skoraði eina mark Stjörnunnar er liðið vann 1-0 sigur á nýliðum ÍBV í Garðabæ. Ekkert verður tekið af Óla Val þar sem markið var stórglæsilegt en varnarleikur gestanna var ekki til útflutnings. Klippa: Stjarnan 1-0 ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Leiknir - Breiðablik 1-2 | Sigurganga Blika heldur áfram Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld. 29. maí 2022 22:10 Umfjöllun: FH - KR 2-3 | KR hafði betur í stórveldaslagnum KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar. 29. maí 2022 21:11 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig. 29. maí 2022 20:14 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1-0 ÍBV | Einstaklingsframtak Óla Vals tryggði Stjörnunni stigin þrjú Stjarnan sigraði ÍBV á Samsung vellinum í 8. umferð Bestu-deildar karla, 1-0, eftir glæsilegt mark frá Óla Val Ómarssyni. 29. maí 2022 20:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - KA 2-1 | Viktor Örlygur hetja meistaranna Víkingur vann KA í Bestu deild karla með 2-1 sigri í leik liðanna í Víkinni í dag. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmark Víkings í uppbótartíma. 29. maí 2022 18:45 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Víkingur fékk KA í heimsókn í Víkinni. Íslands- og bikarmeistararnir þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að missa ekki liðin fyrir ofan sig of langt frá sér. Sigur vannst þökk sé sigurmarki Viktors Örlygs þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-1 í Víkinni. Klippa: Víkingur 2-1 KA Ísak Snær getur ekki hætt að skora en hann skoraði bæði mörk Breiðabliks er liðið vann 2-1 sigur á Leikni Reykjavik í Breiðholtinu. Bæði mörkin skoraði hann með afar snotrum afgreiðslum. Róbert Hauksson skoraði gott skallamark fyrir Leikni en það dugði ekki til og Blikar hafa nú unnið alla átta leiki sína í deildinni. Klippa: Leiknir R. 1-2 Breiðablik Fram kvaddi Safamýrina með stæl en liðið mun nú loks færa sig upp í Úlfarsárdal þar sem nýr heimavöllur liðsins er. Fram vann 3-2 sigur á nágrönnum sínum í Val þökk sé tvennu frá Guðmundu Magnússyni og sigurmarki Jannik Holmsgaard. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Vals sem voru manni færri allan síðari hálfleikinn þar sem Birkir Heimisson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í þeim fyrri. Klippa: Fram 3-2 Valur KR gerði góða ferð í Hafnafjörð þar sem liðið vann 3-2 útisigur á FH. Kjartan Henry Finnbogason kom KR í 2-0 áður en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn, staðan 1-2 í hálfleik. Finnur Orri Margeirsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og staðan því 3-1 gestunum í vil áður en Logi Hrafn Róbertsson náði að minnka muninn í blálokin. Klippa: FH 2-3 KR Keflavík gerði góða ferð á Skipaskaga þar sem liðið vann öruggan 2-0 útisigur á ÍA. Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka kom gestunum yfir eftir ævintýralegan vandræðagang í vörn heimamanna í kjölfar hornspyrnu. Kian Paul James Williams tvöfaldaði forystuna um miðbik síðari hálfleiks með þrumuskoti og þar við sat. Klippa: ÍA 0-2 Keflavík Hægri bakvörðurinn Óli Valur Ómarsson skoraði eina mark Stjörnunnar er liðið vann 1-0 sigur á nýliðum ÍBV í Garðabæ. Ekkert verður tekið af Óla Val þar sem markið var stórglæsilegt en varnarleikur gestanna var ekki til útflutnings. Klippa: Stjarnan 1-0 ÍBV Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Leiknir - Breiðablik 1-2 | Sigurganga Blika heldur áfram Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld. 29. maí 2022 22:10 Umfjöllun: FH - KR 2-3 | KR hafði betur í stórveldaslagnum KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar. 29. maí 2022 21:11 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig. 29. maí 2022 20:14 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1-0 ÍBV | Einstaklingsframtak Óla Vals tryggði Stjörnunni stigin þrjú Stjarnan sigraði ÍBV á Samsung vellinum í 8. umferð Bestu-deildar karla, 1-0, eftir glæsilegt mark frá Óla Val Ómarssyni. 29. maí 2022 20:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - KA 2-1 | Viktor Örlygur hetja meistaranna Víkingur vann KA í Bestu deild karla með 2-1 sigri í leik liðanna í Víkinni í dag. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmark Víkings í uppbótartíma. 29. maí 2022 18:45 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Leiknir - Breiðablik 1-2 | Sigurganga Blika heldur áfram Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld. 29. maí 2022 22:10
Umfjöllun: FH - KR 2-3 | KR hafði betur í stórveldaslagnum KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar. 29. maí 2022 21:11
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 0-2 | Sanngjarn sigur Keflvíkinga Keflavík sótti mikilvæg þrjú stig þegar þeir mættu ÍA á Akranesi í dag þar sem að þeir fyrrnefndu unnu sannfærandi 0-2 sigur þar sem að Dani Hatakka og Kian Williams gerðu mörkin. Léleg spilamennska Skagamanna þar sem að þeir sáu aldrei til sólar og fjórði leikurinn í röð þar sem að þeim mistekst að skora mark né sækja stig. 29. maí 2022 20:14
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1-0 ÍBV | Einstaklingsframtak Óla Vals tryggði Stjörnunni stigin þrjú Stjarnan sigraði ÍBV á Samsung vellinum í 8. umferð Bestu-deildar karla, 1-0, eftir glæsilegt mark frá Óla Val Ómarssyni. 29. maí 2022 20:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - KA 2-1 | Viktor Örlygur hetja meistaranna Víkingur vann KA í Bestu deild karla með 2-1 sigri í leik liðanna í Víkinni í dag. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmark Víkings í uppbótartíma. 29. maí 2022 18:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07